N1 á Selfossi selur nú 98 oktana bensín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 10:34 Viðskiptavinir N1 á Selfossi þurfa ekki lengur að leita lengra að 98 oktana bensíni. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm N1 á Selfossi hefur nú bæst við þann hóp stöðva N1 sem selur 98 oktana bensín. Um er að ræða einu stöðina á Suðurlandi sem selur 98 oktana bensín. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði. Árborg Bensín og olía Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði.
Árborg Bensín og olía Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira