N1 á Selfossi selur nú 98 oktana bensín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 10:34 Viðskiptavinir N1 á Selfossi þurfa ekki lengur að leita lengra að 98 oktana bensíni. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm N1 á Selfossi hefur nú bæst við þann hóp stöðva N1 sem selur 98 oktana bensín. Um er að ræða einu stöðina á Suðurlandi sem selur 98 oktana bensín. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði. Árborg Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði.
Árborg Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira