Fjöldi stórleikja er á dagskrá rása Stöðvar 2 Sport þar sem það kemur endanlega í ljós hvaða lið komast áfram í 16-liða úrslit, hvaða lið fara í Evrópudeildina og hvaða lið eru úr leik.
Stöð 2 Sport
- Grindavík tekur á móti Njarðvík í Smáranum í Kópavogi í Subway-deild kvenna í körfubolta. Um nágrannaslag er að ræða þó svo að Grindavík geti ekki spilað heimaleiki sína í eigin bæjarfélagi að svo stöddu.
- Klukkan 22.05 er Körfuboltakvöld Extra á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 11.50 er leikur Lens og Sevilla í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða, á dagskrá.
- Klukkan 14.55 er leikur Napoli og Braga í sömu keppni á dagskrá.
- Klukkan 19.30 er Meistaradeildarmessan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins í beinni og öll helstu atvik greind.
- Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt sem gerðist í kvöld.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 17.35 er leikur PSV og Arsenal á dagskrá. Heimamenn þurfa stig hið minnsta til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum á meðan Skytturnar hafa tryggt sér sigur í B-riðli.
- Klukkan 19.50 er leikur FC Kaupmannahafnar og Galatasaray á dagskrá. Bæði lið eiga möguleika á að komast áfram með sigri.
- Klukkan 22.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir liðna helgi í NFL-deildinni.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 19.50 er leikur Napoli og Braga á dagskrá. Gestirnir frá Portúgal þurfa sigur til að komast í 16-liða úrslit á meðan Napoli dugir stig.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 19.50 er leikur Inter og Real Sociedad á dagskrá. Sigurvegarinn vinnur D-riðil.
Vodafone Sport
- Klukkan 17.35 er leikur Lens og Sevilla á dagskrá en liðin eru í B-riðli ásamt PSV og Arsenal.
- Klukkan 19.50 er leikur Manchester United og Bayern M. á dagskrá. Gestirnir hafa þegar unnið riðilinn en heimamenn þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Til að það gangi eftir þarf leikur FCK og Galatasaray að enda með jafntefli.
- Klukkan 00.05 er leikur New York Rangers og Toronto Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá