Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 11:10 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira