Syngjum burt Pisadrauginn Gunnar Guðbjörnsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun