Syngjum burt Pisadrauginn Gunnar Guðbjörnsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun