Bændur og fæðuöryggi í breyttum heimi Sævar Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 06:01 Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson NATO Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun