Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Reykur rís í norðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelshers. Vísir/EPA Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51