Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Reykur rís í norðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelshers. Vísir/EPA Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent