Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Reykur rís í norðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelshers. Vísir/EPA Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51