Inter á toppinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Hakan Çalhanoğlu var öflugur í kvöld. @Inter Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn