Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 23:24 Hér má sjá mynd úr drónamyndbandi sem er tekið af æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur. Á myndinni má holu sem hefur myndast út frá sprungunni sem liggur undir bænum. Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. „Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira