Juventus á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2023 21:55 Leikmenn Juventus fagna sigrinum. Valerio Pennicino/Getty Images Juventus er komið á kunnuglegar slóðir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir 1-0 sigur á ríkjandi meisturum Napoli er Juventus nefnilega komið á topp deildarinnar. Meistarar Napolí hafa ekki fundið taktinn til þessa á leiktíðinni en það var samt sem áður búist við hörkuleik þegar liðið sótti Juventus heim. Leikurinn var stál í stál í fyrri hálfleik og staðan því markalaus. Snemma í síðari hálfleiks skoruðu heimamenn hins vegar það sem reyndist vera sigurmarkið. Andrea Cambiaso lyfti boltanum þá inn á teig og Federico Gatti gerði sér lítið fyrir og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur á Allianz-vellinum í Torínó í kvöld. , #JuveNapoli pic.twitter.com/UijaoKcjEJ— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 8, 2023 Juventus er komið á topp deildarinnar með 36 stig en Inter er með stigi minna og leik til góða í 2. sætinu. Napoli er í 5. sæti með 24 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Juventus er komið á kunnuglegar slóðir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir 1-0 sigur á ríkjandi meisturum Napoli er Juventus nefnilega komið á topp deildarinnar. Meistarar Napolí hafa ekki fundið taktinn til þessa á leiktíðinni en það var samt sem áður búist við hörkuleik þegar liðið sótti Juventus heim. Leikurinn var stál í stál í fyrri hálfleik og staðan því markalaus. Snemma í síðari hálfleiks skoruðu heimamenn hins vegar það sem reyndist vera sigurmarkið. Andrea Cambiaso lyfti boltanum þá inn á teig og Federico Gatti gerði sér lítið fyrir og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur á Allianz-vellinum í Torínó í kvöld. , #JuveNapoli pic.twitter.com/UijaoKcjEJ— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 8, 2023 Juventus er komið á topp deildarinnar með 36 stig en Inter er með stigi minna og leik til góða í 2. sætinu. Napoli er í 5. sæti með 24 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti