Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent