Íslenskur nemandi í Las Vegas: „Ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:02 Hermann Þór Ragnarsson spilar fyrir UNLV Rebels, fótboltalið Háskóla Nevada. AP/Aðsend Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segist aldrei hafa upplifað annað eins, eftir að skotárás var gerð í skólanum fyrr í kvöld. Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira