Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2023 19:33 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Vísir/Einar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“ PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“
PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41