Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 7. desember 2023 09:00 Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun