Segja ásakanirnar rógburð, ósannindi og árás á mannorð Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 14:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ein þeirra sem undirrita yfirlýsingu til stuðnings Ragnir Þór. Vísir/Vilhelm Stjórnarmenn í Eflingu, sem voru viðstaddir mótmæli í höfuðstöðvum Gildis þann 30. nóvember síðastliðinn, fordæma það sem sagt er rógburður, ósannindi og árásir á mannorð Ragnars Þórs Ingólfssonar af hálfu yfirmanna skrifstofu Gildis lífeyrissjóðs. Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“ Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“
Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira