„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:56 Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að tveir palenstínskir drengir skuli ekki fá alþjóðlega vernd hér. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi. Vísir Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira