Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Skúli Bragi Geirdal skrifar 5. desember 2023 13:00 Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. „Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“ Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Ég legg það til að hér eftir ávörpum við foreldra sem að sýna ábyrgð með því að gæta að velferð barna sinna sem frábæra en ekki leiðinlega. Það leiðinlega er að við höfum skilgreint foreldrið sem engin mörk setur og leyfir allt sem vinsæla foreldrið. Með því hefur skapast ósamræmi milli heimila sem eykur þrýstingi á þá foreldra sem að virða aldursmerkingar og vilja passa uppá að notkun snjalltækja fari ekki út fyrir heilbrigð mörk. Það er auðvelt að snúast gegn foreldri sem við köllum leiðinlegt „þú ert alltaf svo leiðinleg/ur/t, það mega allir...“ og hoppa þess í stað á vinsældarvagninn, fella niður mörk, skýla sér á bak við það að vita ekki betur og þiggja svo í kaupbæti frípassann að mæta á fræðslufundi á vegum foreldrafélagsins. Gróði dagsins í dag trompar afleiðingar morgundagsins. 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi er með aðgang að TikTok og Snapchat þar sem aldurstakmarkið er 13 ára. 60% barna á sama aldri fengu aðstoð foreldra til að stofna þá aðganga. Netumferðarskólinn hefur síðustu vikur heimsótt 33 skóla í 25 bæjarfélögum Stærstur hluti fræðsluerindanna var undir merkjum Netumferðarskólans sem er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar. Verkefnið var keyrt áfram með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk grunnskóla og hafa nú þegar um 2300 börn í 33 skólum í 25 bæjarfélögum tekið þátt. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. Í lok fræðslunnar fá börnin að segja sína skoðun og þar hefur margt áhugavert komið í ljós. 90% segjast ekki vilja eyða meiri tíma í símanum. 98% segja mikilvægt að passa upp á persónuupplýsingar. 80% segja samfélagsmiðla ekki vera fyrir börn sem eru yngri en 13 ára. Áður í fræðslunni höfðu þau langflest viðurkennt að vera nú þegar byrjuð að nota samfélagsmiðla. 99% segja að það megi ekki deila myndum af öðrum án samþykkis. 65% finnst í lagi að hafa reglur um síma í skólanum. Flestir sem voru á móti því voru nemendur í 7. bekk í skólum þar sem unglingastig mátti vera með síma. 95% sögðu að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. Í niðurstöðum úr könnun Maskínu sem kom út í dag var spurt um álit fólks á símnotkun barna í grunnskólum. 27% vildu alfarið banna börnum að vera með snjallsíma í skólum 38,4% vildu setja strangar reglur um slíka notkun 32,6% vildu setja leiðbeinandi reglur um notkunina 2% vildu ekki setja neinar reglur um notkunina Er foreldri sem leiðir barn yfir götu eða á bílastæði leiðinlegt fyrir að vilja passa sérstaklega upp á börn sem ekki hafa lært umferðarreglurnar? Er foreldri sem spennir bílbeltið hjá barni sínu og setur hjálm á höfuð þess áður en það fer að hjóla leiðinlegt fyrir að vilja gæta að öryggi þess í umferðinni? Erum við leiðinleg sem samfélag að skikka alla í ökuskólann og æfingarakstur áður en við veitum þeim ökuskírteini til þess að vera frjáls ferða sinna í umferðinni? Sama tæki fyrir börn og fullorðna Tækið sem um ræðir hér er ekki framleitt með hjálpardekkjum, bílbeltum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði svo það henti börnum. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið útfrá því að allir séu með bílpróf eða ljúgi til um það. Ábyrgðinni er þannig skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er með því að setja þar upp öryggisstillingar, vefsíur og lausnir eins og Family Sharing hjá Apple, Google Family Link o.fl. Það er sett í okkar hendur að halda okkur upplýstum, stilla sjálf friðhelgisstillingarnar, brynja okkur gagnvart skaðlegu efni, áreitni og hatri. Ábyrgðin sem fylgir því að kaupa síma handa barni er ekki innifalin í skilmálunum um kaupin á tækinu ef það bilar. Við þurfum sjálf að axla þessa ábyrgð þegar að við réttum þeim síma. Auðvitað ættu fyrirtækin sem framleiða tækin og öppin líka að bera ábyrgð. Rétt eins og þeir einstaklingar sem standa fyrir áreitninni, upplýsingaóreiðunni og hatrinu. Því miður er það ekki staðan. Þetta er ekki öruggt umhverfi en samt ætlum við að leyfa börnunum að stökkva ósyndum fram af bjargbrúninni því „allir aðrir“ eru að gera það. Samfélagsmiðlafyrirtækin mörg hver hafi ákveðið að börn séu orðin fullorðin á netinu 13 ára gömul, því það hentar þeim, við vitum þó betur en svo. Börn í dag eru sannarlega tæknifær og klár en hafa ekki enn öðlast nægjanlega reynslu og þroska til þess að takast á við öll þau viðfangsefni sem mæta þeim á netinu, eins og dæmin sýna okkur. Notkun ein og sér er ekki sama og fræðsla. Smám saman með aukinni fræðslu léttum við á eftirlitinu og rammanum með það að lokamarkmiði að senda börnin okkar út sem örugga og ábyrga einstaklinga í netumferðinni. Höfundur er faðir og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Netöryggi Börn og uppeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. „Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“ Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Ég legg það til að hér eftir ávörpum við foreldra sem að sýna ábyrgð með því að gæta að velferð barna sinna sem frábæra en ekki leiðinlega. Það leiðinlega er að við höfum skilgreint foreldrið sem engin mörk setur og leyfir allt sem vinsæla foreldrið. Með því hefur skapast ósamræmi milli heimila sem eykur þrýstingi á þá foreldra sem að virða aldursmerkingar og vilja passa uppá að notkun snjalltækja fari ekki út fyrir heilbrigð mörk. Það er auðvelt að snúast gegn foreldri sem við köllum leiðinlegt „þú ert alltaf svo leiðinleg/ur/t, það mega allir...“ og hoppa þess í stað á vinsældarvagninn, fella niður mörk, skýla sér á bak við það að vita ekki betur og þiggja svo í kaupbæti frípassann að mæta á fræðslufundi á vegum foreldrafélagsins. Gróði dagsins í dag trompar afleiðingar morgundagsins. 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi er með aðgang að TikTok og Snapchat þar sem aldurstakmarkið er 13 ára. 60% barna á sama aldri fengu aðstoð foreldra til að stofna þá aðganga. Netumferðarskólinn hefur síðustu vikur heimsótt 33 skóla í 25 bæjarfélögum Stærstur hluti fræðsluerindanna var undir merkjum Netumferðarskólans sem er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar. Verkefnið var keyrt áfram með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk grunnskóla og hafa nú þegar um 2300 börn í 33 skólum í 25 bæjarfélögum tekið þátt. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. Í lok fræðslunnar fá börnin að segja sína skoðun og þar hefur margt áhugavert komið í ljós. 90% segjast ekki vilja eyða meiri tíma í símanum. 98% segja mikilvægt að passa upp á persónuupplýsingar. 80% segja samfélagsmiðla ekki vera fyrir börn sem eru yngri en 13 ára. Áður í fræðslunni höfðu þau langflest viðurkennt að vera nú þegar byrjuð að nota samfélagsmiðla. 99% segja að það megi ekki deila myndum af öðrum án samþykkis. 65% finnst í lagi að hafa reglur um síma í skólanum. Flestir sem voru á móti því voru nemendur í 7. bekk í skólum þar sem unglingastig mátti vera með síma. 95% sögðu að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. Í niðurstöðum úr könnun Maskínu sem kom út í dag var spurt um álit fólks á símnotkun barna í grunnskólum. 27% vildu alfarið banna börnum að vera með snjallsíma í skólum 38,4% vildu setja strangar reglur um slíka notkun 32,6% vildu setja leiðbeinandi reglur um notkunina 2% vildu ekki setja neinar reglur um notkunina Er foreldri sem leiðir barn yfir götu eða á bílastæði leiðinlegt fyrir að vilja passa sérstaklega upp á börn sem ekki hafa lært umferðarreglurnar? Er foreldri sem spennir bílbeltið hjá barni sínu og setur hjálm á höfuð þess áður en það fer að hjóla leiðinlegt fyrir að vilja gæta að öryggi þess í umferðinni? Erum við leiðinleg sem samfélag að skikka alla í ökuskólann og æfingarakstur áður en við veitum þeim ökuskírteini til þess að vera frjáls ferða sinna í umferðinni? Sama tæki fyrir börn og fullorðna Tækið sem um ræðir hér er ekki framleitt með hjálpardekkjum, bílbeltum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði svo það henti börnum. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið útfrá því að allir séu með bílpróf eða ljúgi til um það. Ábyrgðinni er þannig skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er með því að setja þar upp öryggisstillingar, vefsíur og lausnir eins og Family Sharing hjá Apple, Google Family Link o.fl. Það er sett í okkar hendur að halda okkur upplýstum, stilla sjálf friðhelgisstillingarnar, brynja okkur gagnvart skaðlegu efni, áreitni og hatri. Ábyrgðin sem fylgir því að kaupa síma handa barni er ekki innifalin í skilmálunum um kaupin á tækinu ef það bilar. Við þurfum sjálf að axla þessa ábyrgð þegar að við réttum þeim síma. Auðvitað ættu fyrirtækin sem framleiða tækin og öppin líka að bera ábyrgð. Rétt eins og þeir einstaklingar sem standa fyrir áreitninni, upplýsingaóreiðunni og hatrinu. Því miður er það ekki staðan. Þetta er ekki öruggt umhverfi en samt ætlum við að leyfa börnunum að stökkva ósyndum fram af bjargbrúninni því „allir aðrir“ eru að gera það. Samfélagsmiðlafyrirtækin mörg hver hafi ákveðið að börn séu orðin fullorðin á netinu 13 ára gömul, því það hentar þeim, við vitum þó betur en svo. Börn í dag eru sannarlega tæknifær og klár en hafa ekki enn öðlast nægjanlega reynslu og þroska til þess að takast á við öll þau viðfangsefni sem mæta þeim á netinu, eins og dæmin sýna okkur. Notkun ein og sér er ekki sama og fræðsla. Smám saman með aukinni fræðslu léttum við á eftirlitinu og rammanum með það að lokamarkmiði að senda börnin okkar út sem örugga og ábyrga einstaklinga í netumferðinni. Höfundur er faðir og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun