Urriðafoss virkjaður en Héraðsvötn vernduð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2023 20:40 Frá Urriðafossi í Þjórsá. Vísir/Vilhelm Þrír virkjunarkostir færast úr biðflokki yfir í nýtingarflokk en tveir úr biðflokki yfir í verndarflokk, samkvæmt tillögudrögum verkefnisstjórnar að rammaáætlun sem kynnt voru í dag. Spurningin snýst um hvar megi virkja og hvar ekki. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á landinu þessir virkjunarkostir eru sem fengu endurmat en menn hafa lengi deilt um hvern einasta þeirra. Einn þeirra er norðanlands, Héraðsvötn í Skagafirði. Tveir eru á hálendinu, Skrokkölduvirkjun neðan Hágöngulóns og Kjalölduveita í Efri-Þjórsá, sem er í raun ekki virkjun heldur snýst um að veita meira af rennsli Þjórsár yfir í Þórisvatn til aflaukningar í virkjunum sem þegar eru til staðar. Tveir eru svo í byggð á Suðurlandi, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, báðar í Þjórsá. Verkefnisstjórn rammaáætlunar var áður búin að flokka þá alla ýmist í vernd eða nýtingu. Til að slá á deilur var ákveðið á Alþingi vorið 2022 að setja þá alla fimm í biðflokk og fela verkefnisstjórn að endurmeta kostina. Í dag voru svo niðurstöður verkefnsstjórnar kynntar í samráðsgátt stjórnvalda, sem drög að tillögu að breyttri rammaáætlun. Þar eru Héraðsvötn og Kjalölduveita sett í verndarflokk, svæði sem lagt er til að verði friðuð gagnvart virkjunum. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun Þrír virkjunarkostir fá hins vegar grænt ljós á nýtingu; Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta er í raun sama niðurstaða og verkefnisstjórnin hafði áður komist að. Tillagan fer núna í umsagnarferli þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt. Því næst kemur væntanlega þingsályktunartillaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi hefur svo lokaorðið um hvernig rammaáætlun mun líta út. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Skagafjörður Ásahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Flóahreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Spurningin snýst um hvar megi virkja og hvar ekki. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á landinu þessir virkjunarkostir eru sem fengu endurmat en menn hafa lengi deilt um hvern einasta þeirra. Einn þeirra er norðanlands, Héraðsvötn í Skagafirði. Tveir eru á hálendinu, Skrokkölduvirkjun neðan Hágöngulóns og Kjalölduveita í Efri-Þjórsá, sem er í raun ekki virkjun heldur snýst um að veita meira af rennsli Þjórsár yfir í Þórisvatn til aflaukningar í virkjunum sem þegar eru til staðar. Tveir eru svo í byggð á Suðurlandi, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, báðar í Þjórsá. Verkefnisstjórn rammaáætlunar var áður búin að flokka þá alla ýmist í vernd eða nýtingu. Til að slá á deilur var ákveðið á Alþingi vorið 2022 að setja þá alla fimm í biðflokk og fela verkefnisstjórn að endurmeta kostina. Í dag voru svo niðurstöður verkefnsstjórnar kynntar í samráðsgátt stjórnvalda, sem drög að tillögu að breyttri rammaáætlun. Þar eru Héraðsvötn og Kjalölduveita sett í verndarflokk, svæði sem lagt er til að verði friðuð gagnvart virkjunum. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun Þrír virkjunarkostir fá hins vegar grænt ljós á nýtingu; Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta er í raun sama niðurstaða og verkefnisstjórnin hafði áður komist að. Tillagan fer núna í umsagnarferli þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt. Því næst kemur væntanlega þingsályktunartillaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi hefur svo lokaorðið um hvernig rammaáætlun mun líta út. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Skagafjörður Ásahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Flóahreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00
Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32