„Þetta er vond stjórnsýsla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. desember 2023 20:30 Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun. Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun.
Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira