Samviskusáttmálinn Stefán Halldórsson skrifar 4. desember 2023 14:31 Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun