Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 08:53 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“ Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira