Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 13:31 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg. Hér er hún með Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins og ráðherra og Hermanni Ólafssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira