Þetta staðfestir embætti ríkislögreglustjóra við fréttastofu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki ákvörðunarvald eða aðra aðkomu að málum sem þessum nema að því leiti að fulltrúar þeirra bregðast við skipunum frá ríkissaksóknara.
Í nótt lokuðu um tuttugu bílar aðkomunni að fangelsinu til þess að koma í veg fyrir að Edda yrði send úr landi. Báru þær aðgerðir árangur og dvelur Edda enn á Hólmsheiði.
Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra.