Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 12:24 Sigurður Örn er formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26