Innlent

Undar­legt hátta­lag hunds um nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið.
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar í gærkvöldi og/eða nótt þar sem tilkynnt var um slagsmál; í póstnúmerunum 101, 104 og 105.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í hverfum 110 og 112 og um skemmdarverk á bifreið í 113.

Lögreglu barst einnig tilkynning um hund sem var sagður halda vöku fyrir fólki og þá var tilkynnt um þjófnað á hleðslustöð fyrir bifreiðar.

Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var tilkynnt um minniháttar umferðarslys þar sem annar ökumaðurinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×