Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:48 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að maður þurfi að fara varlega. 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira