Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 15:11 Ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Eyjum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32