Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 15:11 Ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Eyjum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32