Innlent

Pálmi fékk stöðu­mæla­sekt á einka­stæði

Jakob Bjarnar skrifar
Pálmi Gestsson leikari segir Bílastæðasjóð ofbeldisfyrirtæki.
Pálmi Gestsson leikari segir Bílastæðasjóð ofbeldisfyrirtæki. vísir/hulda margrét/Pálmi G

Pálmi Gestsson leikari er ómyrkur í máli um framgöngu stöðumælavarða Reykjavíkurborgar en hann fékk stöðumælasekt inni á einkastæði Þjóðleikhússins.

Pálmi birtir mynd af bílnum og sektinni á Facebook-síðu sinni:

„Svona vinnur ofbeldisfyrirtækið Bílastæðissjóður. 10.000 kr. sekt inni á einkabílastæði Þjóðleikhússins sem er lokað með slá, málað og merkt sem einkastæði Þjóðleikhússins! Er ekki mál að linni?“ spyr Pálmi.

Ljóst að hann ætlar ekki að taka neina fanga að þessu sinni. Hann tengir færslu sína við bæði Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Vísir birti fyrr í dag frétt þar sem segir að Egill Helgason sjónvarpsmaður vilji vara við knáum stöðumælavörðum sem fara nú um borgina og rukka vinstri hægri.

Nokkrar umræður eru á Facebook-vegg Pálma og einhverjir spyrja hvort húsvörðurinn hafi ekki þekkt bílinn og kallað til verðina? Það verður þó að heita ólíklegt því Pálmi er með þekktari leikurum hússins. Þá segist Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona hafa lent í þessu einnig, um daginn.

Uppfært 13:42

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pálmi lendir í stælum við stöðumælaverði. Árið 2019 gerðust stöðumælaverðir aðgangsharðir og drógu upp sektarmiðabókina. Eins og lesa má í eftirfarandi frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×