Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 11:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, bendir á að málið snúist um Reykjadal, svæði þar sem fari tugþúsundir ferðamanna um á hverju ári. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“ Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“
Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira