„Núna er komið að alvörunni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Sunna Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var. Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30
„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00
Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31