Þriðjungur landsliðsfólks hefur spilað leik þar sem úrslitum var líklega hagrætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sander Sagosen og Filip Jicha er ekki sáttir með dómarann í leik með Kiel. Getty/Frank Molter Könnun skandinavísku sjónvarpsstöðvanna hefur nú opinberað sláandi niðurstöður þegar kemur að hagræðingu úrslita í handboltaleikjum. Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér. Handbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér.
Handbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira