Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 20:38 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér. Marel Kauphöllin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér.
Marel Kauphöllin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira