Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 20:38 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér. Marel Kauphöllin Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér.
Marel Kauphöllin Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira