Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. nóvember 2023 19:38 Guðrún Jónsdóttir yngri og Kristín Ástgeirsdóttir eru sammála um að húmorinn geti skipt miklu máli í jafnréttisbaráttu kvenna. Vísir Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum. Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum.
Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00