Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. nóvember 2023 19:38 Guðrún Jónsdóttir yngri og Kristín Ástgeirsdóttir eru sammála um að húmorinn geti skipt miklu máli í jafnréttisbaráttu kvenna. Vísir Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum. Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum.
Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00