Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 14:48 Sextíu prósent Íslendinga stóðu í stað, en fjörutíu prósent færðust annað hvort upp eða niður í lánshæfismati. Vísir/Vilhelm Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Síðustu daga hafa fréttastofu borist ábendingar frá fólki sem furðar sig á uppfærslunni, vegna þess að það hefur færst niður um áhættuflokk. Lánshæfisflokkarnir eru fimmtán talsins og skiptast yfirflokkar eftir bókstöfum frá A til E og undirflokkarnir frá 1 í 3. Færist einstaklingur úr A eða B flokki, þar sem hann þykir líklegur til að vera skilvís greiðandi, niður í C, D eða E flokk þá þykir hann líklegri til að lenda í vanskilum. Í svörum Creditinfo við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vegna aukinnar áherslu á vanskilasögu við uppfærsluna hafi orðið til þess að innan við eitt prósent þjóðarinnar hafi færst úr A eða B flokki niður í C eða neðar. Fleiri upp en niður Jafnframt kemur fram að við uppfærsluna hafi lánshæfismat 25 prósent þjóðarinnar batnað, en versnað hjá fimmtán prósentum. Sextíu prósent stóðu í stað. Flestar breytingar hafi þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka. Samkvæmt Creditinfo er besti sögulegi mælikvarðinn á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður. „Áhrif fyrri vanskila á lánshæfismat eru þó þannig að þau eru mest þegar þau eru nýleg en dvína svo með tímanum,“ segir í svörum fyrirtækisins. Einnig er bent á að breytingarnar á lánshæfismatinu séu gerðar í samræmi við nýja reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Með tilkomu reglugerðarinnar er það lagt í hendur fjárhagsupplýsingastofu að meta hvaða upplýsingar, og þá sérstaklega upplýsingar um fyrri vanskil, hafa afgerandi þýðingu við mat á líkum þess að einstaklingar standi við skuldbindingar sínar. Nota einungis sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif Creditinfo heldur því fram að það leggi mikla áherslu á að nota eingöngu sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif á mat á því hvort staðið verði við skuldbindingar í framtíð. „Þessi breyting hefur því áhrif til hækkunar eða lækkunar á lánshæfismati eftir því hver vanskilasaga viðkomandi er. Það þýðir að lánshæfismat þeirra sem hafa alltaf staðið í skilum, yfir 93% þjóðarinnar, er líklegt til að batna á meðan lánshæfismat sumra þeirra sem hafa ekki alltaf staðið í skilum versnar.“ Áhrifin voru mest á þann hóp sem á söguleg vanskil, en til þess að falla í þann flokk þarf viðkomandi að hafa verið á vanskilaskrá á síðustu þremur árum. Creditinfo bendir á að vanskilnatíðni fólks sem er í flokknum C2 sé um tíu prósent, sem þýði að níutíu prósent einstaklinga muni ekki fara á vanskilaskrá á næstu tólf mánuðum. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttastofu borist ábendingar frá fólki sem furðar sig á uppfærslunni, vegna þess að það hefur færst niður um áhættuflokk. Lánshæfisflokkarnir eru fimmtán talsins og skiptast yfirflokkar eftir bókstöfum frá A til E og undirflokkarnir frá 1 í 3. Færist einstaklingur úr A eða B flokki, þar sem hann þykir líklegur til að vera skilvís greiðandi, niður í C, D eða E flokk þá þykir hann líklegri til að lenda í vanskilum. Í svörum Creditinfo við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vegna aukinnar áherslu á vanskilasögu við uppfærsluna hafi orðið til þess að innan við eitt prósent þjóðarinnar hafi færst úr A eða B flokki niður í C eða neðar. Fleiri upp en niður Jafnframt kemur fram að við uppfærsluna hafi lánshæfismat 25 prósent þjóðarinnar batnað, en versnað hjá fimmtán prósentum. Sextíu prósent stóðu í stað. Flestar breytingar hafi þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka. Samkvæmt Creditinfo er besti sögulegi mælikvarðinn á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður. „Áhrif fyrri vanskila á lánshæfismat eru þó þannig að þau eru mest þegar þau eru nýleg en dvína svo með tímanum,“ segir í svörum fyrirtækisins. Einnig er bent á að breytingarnar á lánshæfismatinu séu gerðar í samræmi við nýja reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Með tilkomu reglugerðarinnar er það lagt í hendur fjárhagsupplýsingastofu að meta hvaða upplýsingar, og þá sérstaklega upplýsingar um fyrri vanskil, hafa afgerandi þýðingu við mat á líkum þess að einstaklingar standi við skuldbindingar sínar. Nota einungis sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif Creditinfo heldur því fram að það leggi mikla áherslu á að nota eingöngu sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif á mat á því hvort staðið verði við skuldbindingar í framtíð. „Þessi breyting hefur því áhrif til hækkunar eða lækkunar á lánshæfismati eftir því hver vanskilasaga viðkomandi er. Það þýðir að lánshæfismat þeirra sem hafa alltaf staðið í skilum, yfir 93% þjóðarinnar, er líklegt til að batna á meðan lánshæfismat sumra þeirra sem hafa ekki alltaf staðið í skilum versnar.“ Áhrifin voru mest á þann hóp sem á söguleg vanskil, en til þess að falla í þann flokk þarf viðkomandi að hafa verið á vanskilaskrá á síðustu þremur árum. Creditinfo bendir á að vanskilnatíðni fólks sem er í flokknum C2 sé um tíu prósent, sem þýði að níutíu prósent einstaklinga muni ekki fara á vanskilaskrá á næstu tólf mánuðum.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Sjá meira