Ólafur Stefánsson: Ég er allt annar gæi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Ólafur Stefánsson er nýr þjálfari Aue Erlangen Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson er kominn aftur á fullt í þjálfun en hann tók á dögunum við þýska B-deildarfélaginu Aue. Ólafur var síðast aðstoðarþjálfari í HC Erlangen en hætti hjá félaginu í haust. Hann er nú aftur orðinn aðalþjálfari og segist búinn að læra mikið síðan hann þjálfaði Val. Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira