Innlent

Líkams­á­rás, um­ferðar­slys og þjófnaðir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum.

Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr búningsklefa í miðborginni en ekki er vitað hver var þar á ferð. Þá var tvívegis tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi fyrr um daginn en þau mál afgreidd á vettvangi.

Lögreglu barst einnig tilkynning um umferðarslys í miðborginni en þar reyndist hafa orðið minniháttar eignatjón. Engin slys urðu á fólki. Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og reyndist annar ökumaðurinn undir áhrifum áfengis. 

Alls voru 46 mál skráð í LÖKE í gærkvöldi og nótt en að vanda kom lögregla einnig að málum þar sem tilkynnt var um veikindi eða fólk í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×