„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 28. nóvember 2023 20:18 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum