Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 17:52 Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12