Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 17:01 Þeir Jóhann Vignir Gunnarsson og Tómas Þór Eiríksson segja frábært að sjá líf aftur í bænum. Vísir/Einar Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. „Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
„Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53