„Enginn góður kostur í stöðunni“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:03 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Vilhelm Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01
Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30