Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík í júní árið 2020. Vísir/Þorgils Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað. Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað.
Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent