Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík í júní árið 2020. Vísir/Þorgils Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað. Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað.
Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira