Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:16 Á myndinni eru Hörður Guðbrandsson, formaður VLFGRV til vinstri og Einar Hannes Harðarson formaður SVG til hægri. Samsett Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05
Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58
Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30