Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 08:31 Kim bauð geimvísindamönnum lands síns í veislu eftir að gervitunglinu hafði verið skotið á loft. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Enginn utanaðkomandi aðili hefur staðfest tilvist þessara ljósmynda og sérfræðingar telja, samkvæmt frétt Guardian, að of snemmt sé að segja til um hvort Malligyong-1 njósnagervitunglið virki sem skyldi. Vika er síðan gervitunglinu var skotið á loft. Eftir að honum var skotið upp bauð Kim vísindamönnum og starfsmönnum geimstofnunar landsins í mikla veislu til að fagna áfanganum. Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitunglið, sem skotið var upp í síðustu viku, hafi náð ljósmyndum af Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/KCNA Ríkisútvarp Norður-Kóreu fullyrðir það í fréttum í morgun að Kim hafi skoðað myndir, sem teknar voru í gærkvöldi, af forsetahöllinni og varnarmálaráðuneytinu. Þá fullyrðir fréttastofan að tunglið hafi náð ljósmyndum af flotastöð bandaríska sjóhersins og flugstöð flughersins í Virginíu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa frá því að tunglið var skotið upp í síðustu viku keppst við að flytja fréttir af góðum niðurstöðum verkefnisins. Verkefnið hefur verði harðlega gagnrýnt af yfirvöldum í Washington og spennan hefur magnast á landamærunum við Suður-Kóreu. Það er ekki síst vegna þess að yfirvöld í norðri fullyrða að myndir hafi náðst af herstöðvum Suður-Kóreu og herstöð Bandaríkjanna á Kyrrahafseyjunum Guam og Hawaii. Engar þessara mynda hafa verið birtar. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Geimurinn Tengdar fréttir Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Enginn utanaðkomandi aðili hefur staðfest tilvist þessara ljósmynda og sérfræðingar telja, samkvæmt frétt Guardian, að of snemmt sé að segja til um hvort Malligyong-1 njósnagervitunglið virki sem skyldi. Vika er síðan gervitunglinu var skotið á loft. Eftir að honum var skotið upp bauð Kim vísindamönnum og starfsmönnum geimstofnunar landsins í mikla veislu til að fagna áfanganum. Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitunglið, sem skotið var upp í síðustu viku, hafi náð ljósmyndum af Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/KCNA Ríkisútvarp Norður-Kóreu fullyrðir það í fréttum í morgun að Kim hafi skoðað myndir, sem teknar voru í gærkvöldi, af forsetahöllinni og varnarmálaráðuneytinu. Þá fullyrðir fréttastofan að tunglið hafi náð ljósmyndum af flotastöð bandaríska sjóhersins og flugstöð flughersins í Virginíu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa frá því að tunglið var skotið upp í síðustu viku keppst við að flytja fréttir af góðum niðurstöðum verkefnisins. Verkefnið hefur verði harðlega gagnrýnt af yfirvöldum í Washington og spennan hefur magnast á landamærunum við Suður-Kóreu. Það er ekki síst vegna þess að yfirvöld í norðri fullyrða að myndir hafi náðst af herstöðvum Suður-Kóreu og herstöð Bandaríkjanna á Kyrrahafseyjunum Guam og Hawaii. Engar þessara mynda hafa verið birtar.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Geimurinn Tengdar fréttir Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58