Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. nóvember 2023 16:58 Það var margt um manninn heima hjá Haraldi í dag. Vísir/Einar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira