Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 15:30 Þorleifur prófaði meðal annars að reka spýtur ofan í holurnar. Vísir/Vilhelm Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira