Segir atvik augljós í undarlegu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 12:25 Björn Leví segir lýsingu í dagbók lögreglunnar ekki eiga við um Arndísi Önnu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira
„Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira