Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um endurgerð verksins Landnáms var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira