Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 23:22 Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira