Innlent

Rann­saka hvort kviknað hafi í út frá þurrkara

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. 
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun.  Vísir

Íbúi í húsinu við Stangarhyl 3, þar sem eldur kviknaði í morgun, sá eld í þurrkara í eldhúsi hússins. Altjón varð á efri hæðinni í brunanum. 

Rannsókn tæknideildar lögreglu á upptökum brunans er á fyrstu stigum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einn íbúi hússins, sem vaknaði við reykskynjara, hafi séð eld í þurrkara í eldhúsinu. 

Samkvæmt Skúla bjuggu sex manns á efri hæð hússins þar sem eldurinn kom upp. Altjón varð á hæðinni. Hann segir eiganda húsnæðisins hafa útvegað fólkinu gistingu.

Slökkviliði barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan sex í morgun. Þrír voru fluttir á slysadeild í kjölfarið en karlmaður á fertugsaldri er þungt haldinn. 


Tengdar fréttir

Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×